Fréttir

Karfa: Karlar | 7. september 2011

Keflavík styrkir sig

Keflvíkingar hafa nú samið við tvo erlenda leikmenn, en þeir koma báðir frá Bandaríkjunum og munu eflaust
styrkja liðið í komandi átökum.
Charles Parker  er fæddur árið 1985 og kemur úr  Millersville University, hann er 193cm og er um 88 kg.
Árið 2008 var hann í NBA nýliðavalinu, en var ekki valin í það skipti og fór því í D-League
og spilaði fyrir Los Angeles D-fenders og var þar með 18 stig að meðaltali.
Jarryd Cole mun vera risa trukkur, 204 cm á hæð og 113 kílógröm að þyngd.
Cole spilaði með IOWA háskólanum og skilaði þar á sínum 4 ára ferli um 5 fráköstum og skoraði 7 stig á leik.
Drengirnir eru nú mættir til Íslands og eru þegar farnir að æfa með liðinu.