Fréttir

Karfa: Karlar | 19. október 2008

Keflavík tapaði fyrir KR, 93-72

Keflavík tapaði í kvöld fyrir KR, 93-72 í annari umferð Iceland Express-deildarinnar.  Staðan í hálfleik var 55-37.

Heimamenn byrjuðu leikinn betur og komust í 13-5 en Keflavík jafnaði 15-15. Jafnræði var með liðunum framundir lok fyrrihálfleiks en þá náði KR-ingar forustu sem þeir létu aldrei af hendi.

Næsti leikur liðsins er gegn ÍR sem fram fer í Toyotahöllinni fimmtudaginn 23. okt.