Keflavík tapaði fyrir KR eftir spennandi lokamínutur
Keflavík tapaði í kvöld fyrir KR í leik sem lofaði góðu fyrir komandi átök í vetur. Sigurinn hefði rétt eins getað dottið okkar megin og með meiri leikæfingu verður liðið mjög öflugt í vetur. Keflavík verður því aðeins með eitt lið í úrslitum á morgun en þá mæta stelpurnar liði KR og geta því kvittað fyrir tapið í kvöld. Staðan í hálfleik var 46-54 og eftir 3. leikhluta 61-73.
Hlutirnir fóru heldur betur að gerast hjá okkar mönnum þegar um 6. mín. voru eftir af leiknum og staðan 66-84 fyrir KR. Með frábærum kafla minnkaði Keflavík forustuna niður í 3 stig, 86-89 og 1. min. eftir af leiknum. KR-ingar tóku leikhlé og tókst í framhaldi að klára leikinn 86-96.
Stigahæstur var nýji leikmaður okkar Jesse Pelot-Rosa með 18. stig og 13 fráköst. Næstur kom Steven Gerrard sem átti frábæran lokakafla ásamt Jonna og Sigga. Steven var með 16.stig, 6. fráköst og 5.stoðsendingar. Siggi Þorsteins. var mjög öflugur í kvöld og var með 15. stig. Hörður var með 12. stig, Jonni 9. stig. og Sverrir Þór 8. stig. Miklu munaði um að Gunnar Einarsson lenndi í villuvandræðum snemma leiks og Siggi fékk sína 5. villu þegar 2. mín voru eftir á leiknum.