Fréttir

Karfa: Karlar | 6. febrúar 2009

Keflavík tapaði fyrir Snæfell 73-81

Keflavík tapaði í kvöld fyrir Snæfell, 73-81 og eru liðið því jöfn að stigum í 3-4 sæti Iceland Express-deildar með 20.stig eftir 16. umferðir.

Keflavíkurliðið byrjaði að mikum krafti í kvöld og var með 11. stiga forustu eftir 1. leikhluta 26-15. Gestirnir söxuðu á forskotið í 2. leikhluta niður í 2. stig með körfum frá Hlyn af vítalínunni en Hörður setti niður mikilvægan þrist fyrir leikhlé og Siggi skoraði síðustu stig leikhlutans. Snæfell náði aftur góðum spretti undir lok þriðja leikluta og staðan að honum loknum var 55-52. 

Gestirnir jöfnuðu leikinn 55-55 strax í byrjun fjórða leikhluta og Magni setti 5. stig í röð Snæfell komið með forustu 55-60. Siggi var komin með 4. villur og var í raun sá eini sem var í verulegum villuvandræðum. Hjá Snæfell var Atli og Siggi Þorvalds. komnir með 3. villur. Forusta gestanna hélst um 4-5 stig og sáu Jonni og Hörður til þess að hún yrði ekki meiri. Snæfell tók góðan sprett og staðan 68-77 og 2.20 eftir og Keflavík tekur leikhlé. Það bar ekki árangur því eins og áður sagði tapaði Keflavík 8.stigum.

Stigahæstir voru Hörður með 17. stig og 12. stoðsendingar, Jonni með 16. stig og 14. fráköst. Siggi með 14.stig, Gunnir 11.stig og  Þröstur 8. stig.

Jonni átti mjög góðan leik í kvöld.