Fréttir

Karfa: Karlar | 28. mars 2008

Keflavík-Þór í kvöld í Toyotahöllinni

Það ætti ekki að hafa farið fram hjá neinum að úrslitakeppnin hefst í kvöld þegar Þór frá Akureyri kemur í heimsókn. Við hvetjum alla til að fjölmenna á leikinn og hvetja okkar stráka áfram. Vitað er að trommusveitin ætlar að hita upp fyrir leikinn og þeir sem vilja hjálpa þeim að halda uppi góðri stemmingu er beint á að hafa samband við þá félaga.

Eins og kemur fram hér á heimasíðunni eiga fjórir áhorfendur möguleika á að vinna sér inn ferð til Svíðþjóðar.

Leikurinn verður í beinni útsendingu ( SmartStat )  fyrir þá sem alls ekki komast.  Farðu inná kki.is til að finna leikinn.

Mynd frá leik Keflavíkur og Njarðvíkur 1999.