Fréttir

Keflavík-Tindastóll: Leikur 4. Fríar rútuferðir í Síkið
Körfubolti | 26. mars 2016

Keflavík-Tindastóll: Leikur 4. Fríar rútuferðir í Síkið

Á mánudaginn næstkomandi fer fjórði leikurinn fram í rafmagnaðari seríu Keflavíkur og Tindastóls. Keflvíkingar standa með bakið upp við vegg en hafa ýtt hressilega frá sér. Í keppni um 3 sigra leiða Stólarnir 2 - 1 en síðasti sigur Keflvíkinga var yfirlýsing.

KKDK mun bjóða upp á fríar rútuferðir norður fyrir stuðningsmenn sína og saman verður sigurinn sóttur og oddaleikurinn í TM höllinni tryggður. Ljóst er að um takmarkað sætamagn í rútuna er að ræða og því er mikilvægt að fólk skrái sig sem fyrst. Skráning fer fram með tölvupósti, þar sem þið sendið fullt nafn á netfangið ingvi@keflavik.is. 

Við ítrekum að leikurinn er á mánudaginn 28. mars og brottför rútunnar verða kl. 14:00 frá TM höllinni. 

Að auki hvetjum við auðvitað alla Keflvíkinga sem eru staddir í páskafríi út á landi að mæta á leikinn á leið sinni heim á mánudaginn.  
Áfram Keflavík!