Keflavík tryggði stöðu sína á toppnum með sigri á Hamar
Keflavík lagði Hamar 65-76 í Iceland Express-deild kvenna en leikið var í Hveragerði. Staðan í hálfleik 29-34 og gerðu stelpurnar út um leikinn í 3. leikhluta með frábærum leikkafla þar sem þær skoruðu 31. stig gegn 16. stigum heimastelpna.Keflavík hefur því 28 stig á toppi deildarinnar en KR og Grindavík eru í 2.-3. sæti bæði með 26 stig og Haukar hafa 22 stig í 4. sæti deildarinnar.
Birna Valgarðsdóttir var stigahæst í Keflavíkurliðinu gegn Hamri með 18 stig en næst henni var Susanne Biemer með 15 stig. Kesha skoraði 13. stig og var með 7. stoðsendingar og Kara var með 11. stig
Kesha var með 13. stig í kvöld