Keflavík ungir höfðu betur
Keflavíkurlið karla 2009 mætti Keflavíkurliðinu frá 1989 í bráðfjörugum leik í gær. Aukakílóin og stirðleikinn áttu
stóran þátt í tapi 1989 liðsins þrátt fyrir að þeir gerðu sitt bestu í að sýna snilldartakta á köflum.
Sigurður Ingimundarson ítrekaði að þeir væru að spila eftir reglum frá 1989, en í þá daga var greinilega
oft gefið 4 stig fyrir þriggja stiga körfu, 3 víti ef fyrsta vítið fór ekki ofaní og þar fram eftir götunum.
Þrátt fyrir þessa forgjöf, þá voru lokatölur 74-72 fyrir ungu strákunum. Sjúkraliðar voru tilbúnir með
súrefni fyrir eldri mennina eftir leik og fullyrtu margir þeirra að körfuhringirnir höfðu þrengst frá því þegar
þeir spiluðu á sínum tíma.
Lokahóf Körfuknattleiksdeilar Keflavíkur var haldið seinna um kvöldið og heppnaðist hún mjög vel.
Jón Ólafsson var heiðursgestur kvöldsins og lék hann á alls oddi. Stjórn körfunnar þakkar góða mætingu
og bíða allir spenntir eftir næsta leiktímabili. Áfram Keflavík!
Eftirfarandi verðlaun voru veitt á lokahófinu:
Stelpur:
Besti leikmaður: Birna Valgarðsdóttir
Besti varnarmaður: Pálína Gunnlaugsdóttir
Mestu framfarir: Hrönn Þorgrímsdóttir
Strákar:
Besti leikmaður: Sigurður Þorsteinsson
Besti varnarmaður: Jón Nordal Hafsteinsson
Mestu framfarir: Elvar Sigurjónsson
Lið ársins: Pálína Gunnlaugsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Bryndís Guðmundsdóttir, Sigurður Þorsteinsson
og Hörður Axel Vilhjálmsson