Fréttir

Körfubolti | 4. desember 2005

Keflavík vann Fjölnir í hörkuleik.

Það var hörkuleikur í Grafarvoginum í kvöld, þegar Keflavík mætti Fjölni í Iceland Express-deildinni.  Staðan eftir fyrsta leikhluta var 20-21 fyrir Keflavík og í hálfleik 46-41 fyrir Fjölnismenn. Í þriðja leikhluta hélt spennan áfram en Fjölnir leiddi eftir þriðja 69-64. Í fjórða leikhluta fór Keflavíkurliðið í gang og lokamínutur voru heldur betur skemmtilegar.Þegar 7 mín voru eftir var staðan 72-70 fyrir heimamenn, en þegar 3 mín. voru eftir var staðan 81-84 og Keflavík að spila vel. Arnar Freyr skoraði þriggja stiga körfu þegar 20 sek. voru eftir. Fjölnir náði þriggja stiga sókn, fengu víti skoruðu úr fyrra og tóku frákast og skoruðu. Arnar fór á línuna fyrir Keflavík, skoraði úr öðru og Fjölnir fór í sókn. Keflavík náði boltanum og brotið var á Magga sem setti niður bæði vítin að sjálfsögðu. Keflavík hafði því sigur 93-97. Mikilvægur sigur í höfn í toppbaráttunni.

''Keflavík mætir Fjölni í Grafarvoginum í kvöld kl 19.15. Leikurinn er í 9. umferð Iceland Express-deildar, en Keflavík á inni leik á móti Hetti. Keflavík og Fjölnir hafa ekkert mæst í vetur en eiga eftir að mætast aftur í Keflavík eftir viku í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Liðin mætust síðast 3. mars í Grafavoginum og fór sá leikur 108-113 fyrir Kefavík. Fjölnir er sem stendur í 4-5 sæti deildarinnar með 10 stig eftir á 8 leiki ( 5 sigrar og 3 töp ) Keflavíkurliðið verður að mæta ákveðið til leiks strax frá fyrstu mínutu,  því eins og flestir muna tapaðist síðasti útileikur á móti Snæfelli. Við hvetjum alla Keflavíkinga til að taka sér sunnudagsrúnt til Reykjavíkur og hvetja liðið til sigurðs. Áfram Keflavík.