Keflavík vann góðan sigur á Skallagrim og er 1-0 yfir einvíginu.
Keflavík var rétt í þessu að sigra Skallagrím í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express-deildarinnar. Keflavík náði snemma forustu í leiknum en hleyptu Borgnesingum inn í leikinn í fjórða leikhluta. Stigahæstir voru AJ með 26 stig, Maggi 18, Jonni 15, Vlad 11, Dóri 9 og Sverrir 7 stig. Keflavík er því yfir í einvíginu en 3 sigra þarf til að komast í úrslitaleikinn. Næsti leikur liðanna er í Borgarnesi á mánudaginn kl. 19.15 og verða sætaferðir í boði kkdk Keflavíkur.
Keflavík byrjaði leikinn af miklum krafti og 2 þriggja stiga körfur frá Vlad komu okkar mönnum á bragðið. Forustan jóks jafn og þétt og var 12 stig eftir fyrsta leikhluta. AJ var duglegur við stigaskorið í byrjun leiks rétt eins og Vlad, var komin með 12 stig eftir 1. leikhluta og staðan þá 31-19.
Í öðrum leikhluta komu aðrir leikmenn inní leikinn, Maggi, Jonni og Sverrir skiptu á milli sín stigunnum. Það var Sverri að þakka að Keflavík átti 5 stiga sókn í leikhlutanum, þegar hann stal boltanum úr höndum Skallanna, skoraði og brotið á honum í leiðinni. Þegar flautað var til leikhlés var Keflavík með 9 stiga forustu 55-46. AJ sem hafði hægt um sig í öðrum leikhluta var þó stigahæstur með 12 stig, Vlad var með 9 stig, Maggi 8 og Sverrir 7 stig.
Í þriðja leikhluta var komið að Jonna og skoraði hann margar fallegar körfur eftir að hafa snúið varnarmenn af sér. Munurinn hélst nokkur veginn en mikið reyndi á Vlad og Dóra enda þurftu þeir að halda aftur af tröllinu Bird. Jovan átti nokkur skemmtileg tilþrif sem eiga þó meira heima í leikhúsi heldur en í körfuboltaleik. Dómarar leiksins sáu þó við kappa í nokkrum tilvikum. Staðan eftir 3. leikhluta 73-65.
Skallagrímsmenn komu grimmir inní síðasta leikhlutann og náðu að minnka muninn niður í 2 stig. Okkar menn voru heldur værukærir á þessum kafla en settu svo í fluggírinn eftir það og skoruðu 22 stig gegn 10 á síðustu 5. mínutum leiksins. AJ átti flott tilþrif á þessum kalfla og Maggi kláraði leikinn með stæl.. Lokatölur 97-83.
Algjör skildusigur hjá okkar mönnum en alls ekki sá besti sem liðið hefur leikið. Næsti leikur er á útivelli og þá kemur í ljós hvor Snæfellingar einir geta unnið Skallagrím í Borgarnesi. Það er nauðsynlegt að okkar stuðningsmenn mæta á svæðið og hvetji liðið til sigurðs. Rútur munu fara frá Íþróttahúsinu kl. 16.30. ÁFRAM KEFLAVÍK.
Lokaorð: Stuðningsmenn verða að mæta mun betur heldur en á þennan leik. Og þeir sem mæta verða að láta mun meira í sér heyra. Alvaran er byrjuð og ekki er hægt að treysta á að horfa á brot úr leikjunum í sjónvarpinu. Hvorki í fréttum Stöðvar 2 né RUV í kvöld sáu menn ástæðu til að sýna brot úr leiknum. Koma svo vera með!!
Tölur úr leiknum eins og þær komu fyrir.
97-83 Lokatölur
93-82
89-75
85-73 5 min eftir
75-73
73-65 eftir þriðja leikhluta
68-61
63-59
61-57
55-46 í hálfleik
52-39
46-31
33-22
31-19 eftir fyrsta leikhluta
24-16
15-9
9-2