Keflavik vann ÍS í kvöld, 74-66
Keflavík vann góðan sigur á ÍS í Iceland Express-deildinni í kvöld. Keflavík sem hafði tapað síðustu 2 leikjum í deildinni sem þykir frétt hja Íslandsmeisturum síðustu þriggja ára. Keflavik byrjaði leikinn af miklum krafti og staðan eftir fyrsta leikhluta 29-16. Keflavík skoraði þó aðeins 9 stig í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik var 38-29.
María Ben var stigahæst í kvöld með 18 stig. Næst kom Resha með 16 stig, en hún tók einnig 12 fráköst. Birna V. átti líka fínan leik og var með 15 stig.
Liðin mætast aftur á laugardag kl.12.00 í undaúrslitum í Powerade-bikar kvenna.