Fréttir

Körfubolti | 9. febrúar 2007

Keflavík vs. Keflavík, Guðjón Skúla og leynivopnið Villi verða með

Mikil spenna er í bænum fyrir leikinn sem fram fer á milli Powerade-bikarmeistara Keflavíkur og Visa-bikarmeistara Keflavíkur. Heyrst hefur að Guðjón Skúlasson ætli að hrella fótboltastrákana og spila með körfunni í kvöld. Guðjón er þekktur fyrir að smella þristum í andlitið á þeim sem ekki eru vel með á nótunum og eins gott fyrir strákana úr fótboltanum að líta ekki af honum í kvöld.  Einnig mun super starfsmaður okkar Villi spila með strákunum, en Villi er heitur stuðningsmaður Keflavíkur, er duglegur að mæta á leik, hvort sem er í Keflavík eða úti á landi.

Leikurinn hefst kl. 19.00 í Sláturhúsinu í Keflavík og kosta 500. kr inn. Allur ágóður verður lagður inn á reikning Magnúsar og fjölskyldu.

Landsbankinn í Keflavík 0142-05-3358 Kt: 070281-4309

Villi verður í búning í kvöld

Hvort liðið mun Trommusveitin styðja??