Keflavik vs Snæfell á laugardag kl. 16.00
Í þriðja sinn á fimm árum verða það Keflavík og Snæfell sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik.
Keflavík varð síðast Íslandsmeistari 2005 og þá eftir sigur á Snæfell í úrslitum. Það ár fórum við einmitt í gegnum ÍR í undanúrslitum rétt eins og í ár. Jonni, Gunni, Addi og Maggi léku með liðinu þetta ár en erlendu leikmennirnir voru þeir Nick Bradford og Anhtony Glover. Með Snæfell léku þeir Hlynur, Magni, Árni og Gunnlaugur.
Liðin hafa mæst 3. sinnum í vetur. Keflavík sigraði fyrri deildarleik liðanna sem fram fór á Stykkishólmi, 109-113 eftir framlengdan leik. Seinni deildarleikurinn fór fram í Keflavík 11. janúar og unnu okkar menn einnig þann leik, 98-95. Vonbriði tímabilsins var svo þriðji leikur liðanna sem fram fór á Stykkishólmi 2. dögum seinna í Lýsingarbikarnum. Keflavík tapaði þeim leik með 2. stigum 86-84 og var með boltann undir lok leiks, Tommy reyndi þriggja stigaskot sem geigaði.
Von er á frábæru úrslitaeinvígi og nú er um að gera að mæta tímalega á laugardaginn því síðast þurftu margar frá að hverfa.