Fréttir

Karfa: Karlar | 28. mars 2008

Keflavík yfir í einvíginu eftir sigur á Þór 105-79

Keflavík sigraði Þór í kvöld 105-79 eftir að hafa verið yfir í hálfleik 61-40.  Staðan er því 1-0 í einvíginu og næsti leikur á Akureyri á sunnudag.  Tölfræði hér

Strákarnir mættu af krafti í leikinn og stemming í Toytotahöllinn var eftir því. Trommusveitin stjórnaði stemminguni og sá um kynninguna sem var að með ljósashowi og tilheyrandi. Magnús Þór Gunnarson og B.A Walker skelltu sér í létta skotkeppni sem endaði með jafntefli 4-4.og góð mæting var í höllina. 17. stiga forustu þegar fyrsta leikhluta var gott veganesti fyrir leikinn.

Áfram hélt Keflavík að keyra upp hraðann, með Arnar Freyr í farabroti. Arnar býr yfir hreint ótrúlegum krafti og á auðvelt með að keyra upp allan völlinn og skora. Forustan hélt áfram að aukast og Gunnar Einarsson kom öflugur af bekknum og setti niður tvo þrista í röð og kom stöðunni 40-20. Gestirnir heldu í við okkur það sem eftir var leikhlutans og staðan, 61-40.

Það kemur í ljós þegar í úrslitakeppni er komið að miklu skiptir að hafa góða breidd í liðinu.  Það var einmitt það sem Keflavík nýtti sér vel í seinnihálfleik og gátu því lykil leikmenn hvílt þegar á leið. Tommy hafði haft hægt um sig sóknarlega í leiknum en spilað mjög góða vörn. Hann fór á þessu kafla að setja niður skotin og staðan eftir þriðja leikhluta 86-60.

Fjórði leikhluti var í raun aðeins formsatriði og kláraði bekkurinn leikinn.

Maggi og B.A voru stigahæstir með 22. stig, báðir með 6. þrista. Tommy var með 15.stig, Susnjara skoraði 12.stig og var með 9.fráköst, Arnar 11.stig og Gunnar 9 stig öll úr þriggja stiga.