Fréttir

Körfubolti | 22. janúar 2006

Keflavíkingar komnir í undanúrslit eftir góðan sigur á KR

Keflavík komst í kvöld áfram í undaúrslit í bikarkeppni KKÍ og Lýsingar eftir frábæran sigur á KR á heimavelli þeirra í DHL höllinni. Mikill taugatitringur var strax í byrjun leiks og mikill hiti í mönnum enda spennustigið hátt. Omari Wesley og Skarpheiðni Ingasyni var vikið úr húsi undir lok leiksins, Omari fyrir ljót brot á Halldóri og Skarpheiðni fyrir kjaftbrúk. Keflavik sigraði leikinn 74-98 eftir að staðan hafði verið 40-48 fyrir okkur í hálfeik. Allt liðið lék vel að þessu sinni en Vlad Boer spilaði lítið vegna meiðsla en Jonni harkaði af sér og spilaði 16 min. Stigahæstir voru AJ 25 stig, Maggi 23 stig og Arnar 20 stig.

AJ byrjaði leikinn af krafti og gekk KR-ingum erfiðlega að ráða við hann og kom hann Keflavíkingum á lagið með því að skora fystu stigin. AJ er afbragðs vítaskytta og fór mikið á vítalínuna í byrjun leiks og setti sín víti niður. Báðir leikstjórnendur liðsin byrjuðu inná, Sverrir og Arnar Freyr og virtist það virka vel. Vlad sem vaknaði í morgun með mikinn bakverk fékk fljótlega sína 3 villu í leiknum og 2. af ódýrari gerðinni  og var hvíldur mest eftir það í leiknum. Keflavík náði forustu í leiknum strax í fyrsta leikhluta lét hana aldrei af hendi og voru með 7 stiga forustu eftir 1. leikhluta, 19-26. Jafnræði var í 2. leikhluta en munurin helst um 6-10 stig. Fannar Ólafsson ætlaði sér greinilega mikið gegn fyrrum liðsmönnum sínum og helst til mikið á köflum. Stuðningsmenn Keflavíkur voru vel með á nótunum og hvöttu sína menn vel, með trommum, söngvum og hrópum og staðan þegar leikmenn fóru inn í hálfleikinn 40-48 og leikurinn búinn að vera frábær skemmtun.

Keflavík náði að halda 10 forustu allt fram í 4. leikhluta þegar þeir stigu næsta skref og hreinlega völtuðu yfir andstæðingana. Magnús Þór Gunnarsson sem hafði ekki fundið sig fyrir utan þriggja stiga línuna, skoraði margar mikilvægar körfur og fór bara nær körfunni. Arnar Freyr sem átti frábæran dag setti niður 3 þrista af 5 í leiknum öllum og stjórnaði leiknum mjög vel. Halldór kom inn og barist eins og ljón og reif niður mikið af mikilvægum fráköstum, alls 8. í leiknum. Sverrir Þór sýndi það enn og aftur að hann er besti varnarmaður deildarinar, Sverrir lék fanta vörn og skoraði 9 stig, átti 8 stoðsendingar og stal 4 boltum.

Þess má geta Guðjón nokkur Skúlasson kom inná undir leikslok og smellti niður einu þristi af gömlum vana og bæti við tveimur vítaskotum, alls 5 stigum á þremur mínutum.

Liðið barðist allt frá fyrstu mínutu léku saman sem heild og uppskári eftir því.. Stuðningsmenn mættu á svæðið og hvöttu liðið og sýndu að þeir erum áfram bestu stuðningsmenn landsins. Þegar þetta allt fer saman þá getur liðið ekki tapað svo einfalt er það.  

Ásamt okkur  í undanúrslitum eru Njarðvík, Skallagrímur og Grindavík .  Áfram Keflavík

Tölfræði leiksins.