Fréttir

Karfa: Karlar | 19. apríl 2008

Keflavíkurbolir á öllum leikjum hér eftir

Já staðan er 1-0 fyrir okkar mönnum og baráttan er rétt að hefjast. Næsta orusta fer fram á Hólminum og þangað ætlum við að mæta. Að vísu hefur verið bannað að hafa með sér hljóðfæri í fjárhúsið svo við verðum að treysta á að áhorfendur mæti og öskri sig hása.  Stemmingin Keflavíkurmegin hefur nefnilega hingað til verið mjög góð í fjárhúsinu og því eingin ástaða til að óttast enda hefur Keflavíkurliðið sótt nokkra sæta sigra þar.

Munið svo að nota bolina áfram sem við gáfum á leiknum í dag. Það var magnað að horfa yfir stúkuna í dag enda 90 % stuðningsmanna í Keflavíkurbolum. Höldum þvi áfram.

Þökkum Ölgerð Egils Skallgrímssonar fyrir stuðningin.

mynd nonni@karfan.is