Keflavíkurliðið komið til Tékklands
Keflavikurliðið er komið á áfangastað í Novy Jivin í Tékkalandi. Ferðalagið byrjaði snemma í morgun eða rétt um kl. 05.00. Í flugstöðunni var snæddur léttur morgunverður og hittu strákarnir félaga sínum úr Njarðvík sem voru á leið til Rússlands. Njarðvík spilar á fimmtudag Europecup Challange degi á eftir okkur. Okkar ferð var í gegnum London Standstead og var snæddur léttur hádegisverður á flugvellinum. VIð komu til Brno í Tékklandi réttum um17.00 á. Þar beið eftir okkur rúta sem keyrði okkur á Hótelið í Novy Jivin þar sem við munum spila á morgun. Eftir að hafa komið farangrinum fyrir á hótelinu var snæddur kvöldverður og svo haldið á æfingu í íþróttahúsinu sem spilað er í á morgun.
Eftir það tekur við slökkun og farið snemma í háttinn til að hvíla sig fyrir átökin á morgun. Öllum heilsast vel og biðja að heilsa heim.
Meira síðar.....
Kvöldmatur á hótelinu