Fréttir

Karfa: Karlar | 30. mars 2012

Keflavíkurliðið tilbúið í átökin - segir Cole

"Keflavíkurliðið tilbúið í átökin"

- segir Jarryd Cole og hvetur áhorfendur að flykkja sér á bak við liðið



Jæja, nú styttist í 1. leik Keflavíkur og Stjörnunar í 8-liða úrslitum. Leikurinn fer fram í kvöld kl. 19.15 í Garðabæ og eru allir Keflvíkingar hvattir til að mæta og sýna liðinu stuðning en samkvæmt hávísindalegri könnun sem heimasíða Keflavíkur hefur gert tekur ekki nema 25 mínútur að keyra frá íþróttahúsi Keflavíkur og inn í Ásgarð (ef pissustoppi er sleppt tekur það 23,5 mín)



Miðherji liðsins, hinn stóri og stæðilegi Jarryd Cole, segist vera orðinn spenntur fyrir leikjunum enda vill liðið hefna ófaranna frá því í deildinni í vetur.



Hvarð þarf liðið að gera til að sigra Stjörnuna?

Við þurfum að fókusera á það að spila sem lið og berjast inni í teig. Þeir spila fast og eru með marga sterka stráka innanborðs sem geta ýtt frá sér. Við þurfum því að spila fastar en þeir og setja tóninn strax í byrjun.



Hafa einhverjar áherslubreytingar verið gerðar hjá liðinu?

Við höfum lagt aðal áhersluna á vörnina þessa viku. Við vitum að við höfum tapað með með miklum mun gegn Stjörnunni í vetur og til þess að eiga möguleika gegn þeim verðum við að spila stífa og góða vörn.



Er Keflavíkurliðið tilbúið í þennan leik?

Já, liðið er tilbúið. Við erum vel undirbúnir og unnið í hlutum sem við höfum ekki verið að gera nægjanlega vel á tímabilinu. Þetta er núna algjörlega undir okkkur komið að mæta á völlinn og klára þetta.



Einhverjir hafa talað um að stemmningin í liðinu hafi dalað síðan í bikarúrslitaleiknum, hvað viltu segja við því?

Ég myndi ekki endilega segja að stemmningin hafi breyst, en við höfum mætt mörgum mismunandi liðum þetta árið og þau spila mismunandi gegn okkur. Við höfum átt erfitt með að aðlagast frá einum leik til annars upp á síðkastið en ég held að það sé eitthvað sem við höfum náð að vinna í og náð að laga.



Hvað finnst þér annars um Keflavíkurliðið?

Ég elska Keflavíkurliðið. Þjálfarinn og leikmennirnir eru frábærir. Þetta er skemmtilegur hópur stráka sem leggur sig fram og vilja vera sigursælir. Ég er því hreykinn að vera partur af þessum hópi.



Eitthvað að lokum sem þú vilt segja, til dæmis við aðdáendur liðsins?

Já, eitt sem ég vill segja. Ég elska aðdáendurnar sem koma á leikina og styðja okkur. Það er ekkert sem drífur mann eins mikið áfram og þegar áhorfendur okkar eru háværir og kaffæra þannig aðdáendum hinna liðanna. Það gerir það að verkum að við spilum betur og vinnum harðar. Í úrslitakeppni stelpnanna voru aðdáendur Hauka háværustu aðdáendur íþróttahússins og mér þótti eins og þær væru að spila heimaleiki sína í Keflavík. Við þurfum á ykkur að halda og þörfnumst þess að þið séuð betri og háværari fyrir okkur. Við vitum að þið metið okkur til fulls, við viljum bara að þið sýnið það. Þið hafið möguleika á að breyta leiknum okkur í hag. Ef þið leggið ykkur fram fyrir okkur munum við leggja okkur fram fyrir ykkur!