Fréttir

Keflavíkurpúslið komið út
Körfubolti | 9. desember 2021

Keflavíkurpúslið komið út

Púslaðu saman þínu liði – Púslaðu til sigurs og sjáðu hvaða leikmenn leynast á bakvið tjöldin.
Margar af okkar hetjum eru hér saman komnar á þetta mjög svo veglega og eigulega púsl.
Keflavíkurpúslið er 1000 stykkja fjölskyldupúsl sem er tilvalið í möndlugjöfina, jólagjöfina, afmælisgjöfina, tækifærisgjöfina nú eða í sóttkvínna. Takmarkað upplag og því þarf að hafa hraðar hendur.
Afhending í Bluehöllinni. Sendið tölvupóst á gulla@keflavik.is eða hjordis@keflavik.is varðandi tímasetningar á afhendingu.
Hér má kaupa púslið í Keflavíkurbúðinni - https://keflavikurbudin.is/?product=keflavikurpusl
Púslið má einnig nálgast í verslunum Nettó Krossmóa og Iðavöllum frá og með 16:00, fimmtudaginn 9. desember.