Keflavíkursigur gegn 'IS
Keflavíkurstelpur unnu fyrr í kvöld góðan sigur á 'IS stelpum í 'Iþróttahúsi stúdenta í bænum. Okkar stelpur unnu flottan sigur 63-85 þar sem að staðan í hálfleik var 29-44 okkar liði í vil. Lokatölur urðu svo eins og áður segir 63-85 fyrir Kef skvísum.
Atkvæðamestar voru þær Kesha með 21 stig, 6 fráköst og 6 stolna og Bryndís með 14 stig, 3 fráköst og 4 stolna. Kara var svo með 9 stig og 9 fráköst.
Með þessum sigri eru stelpurnar komnar með 22 stig í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Haukastelpum sem eru í efsta sæti, en bæði lið hafa spilað 13 leiki. Næsti leikur hjá stelpunum er heimaleikur í undanúrslitum Bikarkeppninnar gegn Hamar 31.jan kl 19:15. Þess má svo geta að strákarnir eiga sinn leik í undanúrslitunum sunnudaginn 28.jan næstkomandi einmitt gegn Hamri/Selfoss í Hveragerði.
Fjölmennum á þessa leiki og fáum bæði okkar lið í 'Urslitaleikinn,, því þá verður sko heldur betur skemmt sér..!
ÁFRAM KEFLAVÍK!