Keflavíkursigur i hörkuleik
Keflavík hafði sigur í leik kvöldsins gegn Snæfelli, 86-84. Mikil spenna einkenndi leikinn en Snæfell var yfir 83-84, AJ skoraði þegar 20 sek. eftir og kemur Keflavík yfir 85-84. Snæfell fer í sókn og missir boltan og brotið á Sverrir og hann setur annað vítið ofaní.
Keflavík var með nauma forustu mest allan leikinn eða allt fram í síðasta leikhluta en að þriðja leikhluta loknum var staðan 69-67. Staðan var jöfn í hálfleik 44-44 og vörn Keflavíkur ekki upp á sitt besta. Menn voru að taka of mikla áhættu í varnarleiknum og Snæfellingar fengu mörg frí skot. Maggi var besti maður vallarins eins og í síðustu leikjum og skoraði 17 stig í fyrri hálfleik og og þar af þrjár þriggja stiga körfur. Snæfell náði góðum kafla fljótlega í seinni hálfleik og skoraði 13 stig í röð og breyti stöðunni úr 50-46 í 50-59. Þá tóku þeir Siggi og Gauji leikhlé og Keflavík náði forustu aftur rétt fyrir loka fjórðunginn. Góð barátta undir lok leiksins skilaði sigrinum sem svo sannarlega var í hættu.
Snæfell hefur verið með gott lið síðustu ár og komist í úrslitaleikinn tvö síðustu ár. Eftir að hafa misst nokkra lykilmenn heldu margir að þeir yrðu ekki til stórræða í ár. En annað er að koma á daginn, því þeir hafa á að skipa fínu liðið og er með sterka útlendinga. Igor sem skoraði 28 stig í gær og var með 13 fráköst er hörku leikmaður sem á eftir að reynast þeim vel.
Keflavík spilaði ágætlega á köflum í leiknum en slæmu kaflarnir voru þó og margir. Bestur í kvöld var án vafa Magnús Þór Gunnarsson sem hefur verið að spila mjög vel upp á síðkastið. Maggi skoraði 27 stig, 6 þristar og 5 fráköst. AJ sem alltaf er traustur, kom næstur í stigaskori, skoraði 24 stig og tók 14 fráköst. Jonni átti fína spretti og var með 10 stig, Sverrir var mikilvægur á lokamínutum og skoraði 8 stig. Halldór barðist mjög vel og setti niður 7 stig eins og Vlad sem spilaði þó aðeins 14 mín.