Fréttir

Körfubolti | 29. október 2006

Keflavíkursigur í kvöld

'I kvöld fengum við Haukastráka í heimsókn í Sláturhúsið og þurftum við nauðsynlega á góðum sigri að halda eftir tap í Grafarvoginum á föstudaginn.   Ekki byrjaði þó leikurinn nógu vel hjá okkur, vorum ekki að spila vel í byrjun leiks og Haukamenn sölluðu á okkur stigunum. Vörnin alls ekki nógu góð hjá okkur og þeir voru að fá auðveldar körfur. Það var mikið skorað í fyrsta leikhluta hjá báðum liðum og staðan eftir hann var 27-32 fyrir Hauka.  Annar leikhluti var mun betri að okkar hálfu og menn eitthvað að frískast og bættu vörnina og létu aðeins finna fyrir sér.  Við tókum gott run í öðrum leikhluta og fór staðan úr 30-41 í 49-45. Thomas var seigur í sókninni og var að taka ágætis hreyfingar inn í teig. Timmy var sömuleiðis aktívur, en hefði að ósekju mátt hafa meira flæði á boltanum þegar hann fékk hann, í stað þess að reyna mikið sjálfur. Arnar endaði svo fyrri hálfleikinn með nettum buzzer.      Staðan í hálfleik var var eins og áður segir 49-45 fyrir okkar menn.

Sama var uppá teningnum í 3.leikhluta, vorum mjög aktívir og hreyfanlegir í vörninni.  Gunni og Sverrir voru duglegir að atast í Haukunum, og stal Sverrir alls 6 boltum í leiknum og mikil læti í honum að vanda.  Alveg frábært að fylgjast með þessu mikla varnarmanni. Jonni var solid að vanda. Gunni átti 3 flotta þrista í leiknum og barðist vel.  Tilþrif leikins átti Þröstur þegar hann óð fram í hraðarupphlaupi og tróð kvikindinu, hans fyrsta troðsla í leik í Meistaraflokk og var mikið fagnað eftir troðsluna.  Það var mikil stemmning í liðinu á þessum tímapunkti og unnum við 3.leikhluta 21-10, og komið ágætis forskot. Tókum flott run 14-0 og staðan var komin í 70-55.

Fjórði leikhluti var mjög jafn og frekar dapur að okkar hálfu og var skorið 26-25 í þeim leikhluta og endaði leikurinn 96-80 fyrir okkar menn.   Thomas lét vel til sín taka í sókninni ásamt Tim, og Gunni & Arnar einnig sprækir.  Siggi Þorsteins og Þröstur áttu góða innkomu í leikinn, og Sverrir var gífurlega mikilvægur í vörninni að vanda.  Maggi var rólegur í stigaskoruninni, en kom með einn downtown þrist í fyrri hálfleik. Liðið var að tapa boltanum ansi mikið í leiknum, eða 29 sinnum.  Haukar töpuðu honum 28 sinnum.    Manni finnst svona leikur liðsins aðeins hafa breyst frá síðasta tímabili, erum orðnir meira með svona inside game, enda komnir með nýja stóra menn, og kannski ekki alveg sama ógnunin fyrir utan eins og hefur verið okkar aðall í gegnum árin, en settum þó 9 þrista í þessum leik. Manni finnst það einnig skjóta dálítið skökku við að maður uppá 2.10 sé einungis að taka heil 2 fráköst í leik.. Thomas er stór og mikill en það þarf að berja smá skap og hörku í hann, hann er of linur blessaður.   En það kemur fljótlega, Drummerinn tekur eitt gott 1 on 1 talk við hann og þá sér hann ljósið :)

Næsti leikur er á fimmtudaginn gegn Þór Þorlákshöfn á útivelli kl 19:15.  Fínt að skella sér í Eden og Hótel Örk og taka nokkrar ferðir í rennibrautinni, og skella sér svo á leikinn.

'Afram Keflavík!