Fréttir

Keflavíkursigur í Lengjubikarnum
Körfubolti | 17. september 2015

Keflavíkursigur í Lengjubikarnum

Keflavík átti leik í Kópavoginum í kvöld þar sem þeir mættu öflugi liði Blikamanna. Leikurinn var jafn allan tímann en liðin skiptust á að leiða. Þegar um 2 mínútur voru eftir leiddi Keflavík með 6 stigum en Blikar náðu að minnka muninn í eitt stig þegar um 24 sekúntur voru til leiksloka.
Segja má að leikurinn hafi svo klárast í "vító" þar sem liðin skiptust á að taka víti síðustu 20 sekúnturnar og enduðu leikar með eins stiga sigri Keflavíkur, 78-77. 

Ungir leikmenn voru áberandi í leiknum í kvöld. Það var gaman að sjá Ragnar Gerald Albertsson aftur í Keflavíkurtreyjjunni en hann er að ganga til liðs við Keflavík eftir að hafa staðið sig vel með Hetti á síðasta tímabili. Magnús Már sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar stóð sig einnig vel og Arnór Ingi setti sitt mark á leikinn með sínum fyrstu stigum fyrir meistaraflokk.  

Atkvæðamestir í Keflavíkurliðinu voru Davíð Páll með 15 stig og 3 fráköst, Magnús Már með 13 stig, 3 fráköst og eina stoðsendingu og Andrés Kristleifsson með 13 stig,  3 fráköst og 2 stoðsendingar.

Næsti leikur er svo í TM höllinni á laugardaginn kl 16:30 en þá fáum við Skallagrím í heimsókn. Við hvetjum alla til að mæta en við minnum á að frítt verður á leikinn.