Fréttir

Karfa: Konur | 21. desember 2007

Keflavíkurstelpur einar á toppnum í jólafríinu

Keflavík sigraði Hamar í 12. umferð Iceland Express deild kvenna og sitja þær því einar á toppnum í jólafríinu með 20. stig.

Hamar hékk í Keflavík framan af leik en Keflvíkingar stungu af í síðari hálfleik í Sláturhúsinu og fóru að lokum með öruggan sigur af hólmi.

Kesha Watson gerði 33 stig í Keflavíkurliðinu í kvöld og tók auk þess 8 fráköst. Pálína var með 16. stig og 7. stoðsendingar, Rannveig skoraði 15. stig og 9. fráköst, Kara 12. stig, Ingibjörg 11. stig.

LaKiste Barkus gerði 31 stig, tók 11 fráköst og gaf 5 stoðsendingar í liði Hamars

Tölfræði leiksins