Keflavíkurstelpur komnar í úrslit í bikar
Stelpurnar stóðu undir væntingum í kvöld er þar lögðu Hamar/Selfoss í undanúrslitum með 24 stigum, 104-80. Stelpurnar eru því komnar áfram i sjáflan úrslitaleikinn sem fram fer í Laugardalhöll 17. febrúar. Allir 12. leikmenn liðsins tóka þátt í leiknum og fimm leikmenn skoruðu 10 stig eða meira.
Sóknin var í hávegum höfð í leiknum en stelpurnar geta spila mun betri vörn en þær gerðu. Leikurinn var því hin besta skemmtun fyrir áhorfendur og algjör skildu sigur. Keflavík var komið með 13 stiga forskot í hálfleik 57-43 og munurinn jókst hægt og bítandi allan leikinn en þær unnu alla fjórðungana með 4-8 stigum.
Stigahæstar voru þær, Kesha 25 stig, 6 stoðsendingar 4/8 í þriggja, Bryndís 18 stig, Svava 17 stig, Rannveig 15 stig og María Ben 10 stig. Kara var með 9 stig og 9 fráköst og Marín 8 stig.
Kesha lék sinn síðasta leik fyrir liðið í bili að minnsta kosti en hún þarf að fara í aðgerð fjótlega. Hún hefur átt frábært tímabil fyrir liðið og brothvarf hennar því áfall fyrir en leit af leikmanni í hennar stað stenndur yfir.
Til hamingju stelpur, Jonni og Aggi.
Myndir af vf.is (jbo@vf.is