Keflavíkurstelpur meistarar meistaranna
Stelpurnar unnu sinn annan bikar á tímabilinu þegar þær burstuðu lið Hauka í meistarakeppni kkí í dag. Haukastelpur léku án Kieru Hardy sem er meidd og sigruðu stelpurnar með alls 32. stiga mun, 84-52.
Stigahæst hjá Keflavík var Kesha Watson með 19 stig og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir skoruðu 14 stig ásamt því að Bryndís tók 11 fráköst.
VF-mynd: Stefán Þór Borgþórsson - frett@vf.is