Fréttir

Karfa: Konur | 18. desember 2011

Keflavíkurstúlkur á toppnum yfir jólin

Keflavíkurstúlkur lönduðu góðum sigri í gær þegar þær mættu KR-stúlkum, en leikið var í Toyota Höllinni. Svo fór að Keflavík fór með sigur af hólmi í stigalitlum leik, en lokatölur leiksins voru 55-54 fyrir Keflavík.

Leikurinn var mjög sveiflukenndur og bæði lið skiptust reglulega á forystunni í leiknum. Staðan í hálfleik var 26-25 fyrir Keflavík. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi og minnkuðu KR-stúlkur stöðuna í eitt stig þegar um hálf mínúta var eftir. Eftir misheppnaða sókn hjá Keflavík, fengu þær tækifæri til að jafna leikinn en skot Ericu Prosser var langt frá körfunni og virkaði í raun sem sending.

Með sigrinum tókst Keflavíkurstúlkum að tryggja sér toppsæti deildarinnar yfir jólin og hafa þær tveggja stiga forskot á Njarðvíkurstúlkur.

Tölfræði leiksins:

Keflavík: Jaleesa Butler 19/13 fráköst/7 varin skot, Pálína Gunnlaugsdóttir 16, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 6/4 fráköst, Lovísa Falsdóttir 5, Sara Rún  Hinriksdóttir 4/4 fráköst, Helga Hallgrímsdóttir 4/5 fráköst, Hrund Jóhannsdóttir 1, Telma Lind Ásgeirsdóttir 0, Soffía Rún Skúladóttir 0, Sigrún Albertsdóttir 0, Sandra Lind  Þrastardóttir 0, Aníta Eva Viðarsdóttir 0.

KR: Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 16/13 fráköst, Margrét Kara Sturludóttir 16/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 8/9 fráköst, Helga Einarsdóttir 6/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 6/9 fráköst, Erica Prosser 2/5 fráköst/5 stoðsendingar, Ragnhildur Arna Kristinsdóttir 0, Kristbjörg Pálsdóttir 0, Hrafnhildur Sif Sævarsdóttir 0, Helga Hrund Friðriksdóttir 0, Anna María Ævarsdóttir 0.