Fréttir

Keflavíkurstúlkur æfa á Spáni
Karfa: Konur | 12. september 2014

Keflavíkurstúlkur æfa á Spáni

Stúlkurnar í meistaraflokki kvenna í Keflavík eru þessa dagana staddar á Lloret de mar á Spáni þar sem þær eru við stífar æfingar fyrir komandi tímabil í Domino´s deildinni. Stúlkurnar hafa verið á Spáni í tæpa viku þar sem þær hafa æft tvisvar á dag auk þess að kíkja við á ströndinni þegar færi gefst. Í gær gerðu stelpurnar sér dagamun og kíktu til Barcelona þar sem þær horfðu á Bandaríkjamenn slátra Litáhen í 4-liða úrslitum HM í körfubolta. Fullt af stórstjörnum voru í höllinni en meðal áhorfenda var fótboltasnillingurinn Neymar jr. en honum ku hafa litist gríðar vel á keflvísku stelpurnar - svo vel að hann bæði veifaði þeim og blikkaði...  

Mynd: Keflavíkurstúlkur fyrir utan höllina í Barcelona en myndin var tekin af áhugaljósmyndaranum, fararstjóranum og lífskúnstnernum Jóni Halldóri Eðvaldssyni.