Fréttir

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér titilinn í kvöld - Stutt viðtal við Pálínu
Karfa: Konur | 29. apríl 2013

Keflavíkurstúlkur geta tryggt sér titilinn í kvöld - Stutt viðtal við Pálínu

 

Keflavíkurstúlkur halda í Vesturbæinn í kvöld þar sem þær leika gegn heimastúlkum í KR í úrslitaviðureigninni um Íslandsmeistaratitilinn. Leikurinn hefst kl. 19.15. Með sigri tryggja Keflavíkurstúlkur sér titilinn en sigri KR mun þurfa oddaleik á heimavelli Keflavíkur svo hægt verði að krýna nýja Íslandsmeistara.

Stuðningsmenn Keflavíkur eru að sjálfssögðu hvattir til að fjölmenna í DHL-höllina en Keflavíkurstúlkur eru orðna mjög spenntar fyrir leiknum að sögn Pálínu Gunnlaugsdóttur, fyrirliða liðsins. "Við stelpurnar erum allar mjög spenntar. Það er búið að vera þvílíkt fjör hjá okkur í vetur, mjög skemmtilegt tímabil, með frábærum stelpum og erum við allar búnar að vera bíða eftir þessum tíma. Með mikilli baráttu, liðsheild og góðum stuðningi frá okkar stuðningsmönnum komumst við alla leið í úrslitin og ætlum við að halda áfram þessari baráttu og gleði í kvöld og svo skoðum við framhaldið eftir það."

Hvernig verður leikurinn lagður upp af ykkar hálfu - muntu halda áfram að halda kananum þeirra í gjörgæslu?
Leikplanið er svipað með örlitlum áherslubreytingum. Ég ætla að spila vörn á kanann hjá þeim eins og ég hef gert í síðustu leikjum og skoraði hún aðeins 9 stig í síðasta leik. Það hafðist því liðsfélgar mínir voru alltaf komnar í hjálp þegar ég þurfti á því að. Þvílík samvinna í gangi - like a maschine

Hvaða skilaboð hefur þú til stuðningsmanna Keflavíkur sem hafa stutt við ykkur á heimavelli í úrslitaseríunni en ekki verið duglegir að mæta á útivöll?
Ég held að leikurinn í kvöld verði besti leikur sem sést hefur verið í langan tíma, bæði lið mjög einbeitt enda mikið í húfi hjá báðum liðum. Ég vil hvetja alla stuðningsmenn til þess að mæta og hvetja okkur til sigurs, það munar um hvern einasta mann og ég trúi ekki öðru en að allir SANNIR Keflvíkingar mæti og styji við bakið á drottningum bæjarfélagsins ! ÁFRAM KEFLAVIK!!!

Já, þetta eru svo sannarlega flott skilaboð frá fyrirliða Keflavíkur - látum ekki drottningar Keflavíkur fara einar í þessa vegferð í kvöld. Mætum á svæðið og hvetjum þær til sigurs!!