Keflavíkurstúlkur hauslausar í kvöld
Keflavíkurstúlkur voru svo sannarlega niðurlægðar á eigin heimavelli í kvöld, en þær áttu möguleika á því að komast í úrslit Iceland Express deildarinnar með sigri. Lokatölur voru 48-91 fyrir Hamri og segir þetta í raun allt sem segja þarf um gang leiksins í kvöld. Keflavíkurstúlkur voru undir allan leikinn og áttu í raun aldrei möguleika á að sigra ef tekið er mið af spilamennsku þeirra í kvöld. Löngunin var öll Hamarsmegin og því fór sem fór. Stelpurnar voru með arflaslaka nýtingu, hittu 14/41 úr 2ja og 5/24 í 3ja. Það er algjör óþarf að eyða mörgum orðum í þennan leik, en ljóst er að hreinn úrslitaleikur verður spilaður í Hveragerði á þriðjudaginn. Ef að stelpurnar ætla sér í úrslit og spila gegn KR, þá verður virkilega að taka til í þeirra spilamennsku og hugarfari. Það er ekki hægt að vinna þetta á nafninu.
Hjá Keflavík var Bryndís Guðmundsdóttir með 14 stig og Birna Valgarðsdóttir með 13. Hjá Hamri var Sigrún Ámundadóttir með 22 stig og Koren Schram var með 19.