Fréttir

Karfa: Konur | 22. febrúar 2012

Keflavíkurstúlkur lögðu Hamarsstúlkur 73-61

Keflavíkurstúlkur styrktu stöðu sína á toppi Iceland Express deild kvenna í kvöld þegar þær lögðu Hamarsstúlkur 73-61, en leikið var í Toyota Höllinni.

Sigurinn í kvöld var nokkuð öruggur hjá Keflavík, en okkar stelpur leiddu 23 - 17 eftir 1. leikhluta. Staðan í hálfleik var 43-29 fyrir Keflavík.

Seinni hálfleikurinn spilaðist á sömu nótunum og börðust okkar stelpur kröftuglega í vörninni, en að sama skapi var sóknarleikur Hamarsstúlkna ekki upp á marga fiska.

Staðan eftir 3. leikhluta var 62-41 og lokatölur leiks eins og fyrr segir 73-61 fyrir Keflavík.

Okkar stelpur sitja því á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu á Njarðvíkurstúlkur, en þær lögðu KR-stúlkur í kvöld í Ljónagryfjunni.

Stigaskor kvöldsins:

Keflavík:
Pálína Gunnlaugsdóttir var með 20 stig, Jaleesa Butler14 stig og 11 fráköst,
Birna Valgarðsdóttir 10 stig, Sara Rún Hinriksdóttir 7 stig, Lovísa Falsdóttir 6 stig,
Hrund Jóhannsdóttir 6 stig , Shanika Butler 8 stig.

Hamar:
Katherine Graham 15 stig, Samantha Murphy 10 stig,
Fanney Lind Guðmundsdóttir 6 stig, Jenný Harðardóttir 1 stig, Álfhildur Þorsteinsdóttir 4 stig,
Íris Ásgeirsdóttir 11 stig, Marín Davíðsdóttir 11 stig.