Keflavíkurstúlkur meistarar á Lloret De Mar.
Keflavíkurstúlkur meistarar á Lloret De Mar!!!!!!!!!!!
9 & 10 flokkur kvenna voru að koma heim frá Spáni þar sem þær tóku þátt í alþjóðlegu móti á vegum AS Eurobasket. Keflavíkurstúlkur spiluðu 5 leiki á mótinu við lið frá Svíþjóð og Spáni, en þarna voru einnig lið frá Ungverjalandi, Spáni, Venesúela, Ítalíu, Serbíu og fleiri löndum.
Haldið var til Spánar þann 24. júní og flogið var til Barcelona og ekið í rúman klukkutíma til Lloret De Mar, gist var á Guitart Rosa hótelinu í miðbæ Lloret De Mar ( frábær staðsetning).
Leikið var á sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og úrslitaleikurinn var leikinn á föstudeginum.
Frí var á fimmtudeginum og var þá farið í Water World og rennibrautarnar mundarðar, vakti þetta mikla kátínu meðal stúlknana. Það var ýmislegt gert sér til dægrastyttingar hina dagana, meðal annars farið í búðir og keypt ýmisslegt á “Special price for you my friend”. Svo auðvitað kynntu stelpurnar sér menningu annara landa og er mjög líkalegt að þær geti sagt fólki ýmislegt um Ítalíu og Holland J.
Sigri fagnað með viðeigandi hætti:)
Úrslit leikja:
Keflavík – Norrköping 58 – 62
Ástrós Skúla 17 stig, Harpa 10 stig, Telma Dís 9 stig,Kristín 6 stig, Hildur 5 stig, Steffý 5 stig, María 4 stig, Íris 2 stig.
Keflavík – La Bisbal 56 – 46
Telma Dís 20 stig, Harpa 12 stig, Hildur 9 stig, Ástrós 5 stig, Íris 5 stig, Steffý 3 stig, Kristín 2 stig.
Keflavík – Geieg 60 – 67
Telma Dís 20 stig, Harpa 13 stig, Hildur 12 stig, Ástrós 6 stig, Kristín 3 stig, María 3 stig, Íris 2 stig.
Keflavík – Cassanenc 63 – 38
Telma 21 stig, Hildur 11 stig, Kristín 9 stig, Harpa 8 stig, María 5 stig, Ástrós 2 stig, Steffý, 2 stig, Íris 2 stig, Gullý 2 stig.
Keflavík – Norrköping 55 – 45
Úslitaleikurinn í mótinu.
María 19 stig( fjórar 3 stiga ), Telma 10 stig, Hildur, 9 stig, Íris 8 stig, Harpa 5 stig, Kristín 4 s tig.
Telma Dís Ólafsdóttir var valinn M.V.P. mótsins í kvennaflokki.
Keflavíkurstelpur voru félaginu til sóma bæði inná og utanvallar.
Ég vil þakka stelpunum fyrir frábæra ferð og frábær síðastliðin 2 ár undir minni stjórn ( líka Ástu og Kötlu ),það er alltaf gaman að enda samstarf á þessum nótum.
P.S.
Reyniði að drullast til að vera duglegar að æfa í framtíðinni.
Kv. Jón Halldór Eðvaldsson