Keflavíkurstúlkur meistarar meistaranna
Keflavíkurstúlkur sigruðu Valsstúlkur í gær í leiknum um meistara meistaranna, 77-74 en leikurinn fór fram í TM-Höllinni. Keflavíkurstúlkur byrjuðu gríðarlega vel en misstu dampinn eftir að Porsche Landry lenti í villuvandræðum. Eftir það komust Valsstúlkur betur inn í leikinn sem var jafn og spennandi. Keflavík leiddi í hálfleik með einu stigi en þegar kom í seinni hálfleik virtist sem Valsstúlkur ætluðu að síga framúr og hafa sigur. Með mikilli baráttu, ekki síst frá þeim Lovísu Falsdóttur, Bríet Sif Hinriksdóttur og Söndru Lind Þrastardóttur sem komu með mikinn eldmóð inn af bekknum, náðu Keflavíkurstúlkur þó að snúa taflinu sér í vil og innbyrða þriggja stiga sigur. Skipti þar vítanýtingin sköpum en Porsche Landry, Bryndís Guðmundsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir voru ískaldar á línunni undir lokin og settu mikilvæg stig.
Með þessu sigri heldur hið unga Keflavíkurlið áfram að sanka að sér titlum og setur tóninn fyrir því sem koma skal hjá liðinu í framtíðinni. Ljóst er að þrátt fyrir mikil skakkaföll í liðinu frá sl. vetri ætla stúlkurnar að sýna hið fornkveðna að "maður komi í manns stað".
Að lokum vill heimasíða Keflavíkur hvetja sem flesta Keflvíkinga að sýna stúlkunum stuðning. Flestir stúlkur liðsins eru ungar og bráðefnilegar þó margar hverjar séu þegar orðnar virkilega góðar. Fyrir alla íþróttamenn skiptir stuðningurinn miklu máli því það er fátt eins skemmtilegt og að vinna leiki fyrir framan "fólkið sitt". Skilaboðin eru því skýr - Mætum í TM-Höllina í vetur og styðjum stúlkurnar til sigurs!
Að lokum vill heimasíða Keflavíkur hvetja sem flesta Keflvíkinga að sýna stúlkunum stuðning. Flestir stúlkur liðsins eru ungar og bráðefnilegar þó margar hverjar séu þegar orðnar virkilega góðar. Fyrir alla íþróttamenn skiptir stuðningurinn miklu máli því það er fátt eins skemmtilegt og að vinna leiki fyrir framan "fólkið sitt". Skilaboðin eru því skýr - Mætum í TM-Höllina í vetur og styðjum stúlkurnar til sigurs!