Keflavíkurstúlkur sluppu með að spila bara seinni hálfleikinn í nágrannarimmunni
Keflavíkurstúlkur sigruðu bikar og íslandsmeistara Njarðvíkur í Dominosdeild kvenna í gær með 99 stigum gegn 83 í Toyotahöllinni. Eftir að hafa nánast ekki mætt til leiks í fyrri hálfleik tókst heimastúlkum að vinna upp 14 stiga forskot gestanna með undraverðum hraða og að lokum innbyrða 16 stiga sigur. Jessica Jenkins fór mikinn en hún setti 33 stig í leiknum en í síðari hálfleik munaði miklu um Söru Rún Hinriksdóttur sem setti þá 15 af 17 stigum sínum í leiknum, þar af 10 fyrstu stig Keflavíkur í hálfleiknum.
Sjá nánari umfjöllun á karfan.is: á http://www.karfan.is/read/2013/01/23/keflavik-sterkari-i-seinni-halfleik
Myndin sem prýðir fréttina er fengin að láni frá Skúla "OldSchool" Sigurðssyni. Kunnum við þessum mikla blaðasnáp þakkir fyrir en ekki nóg með að vera drjúgur penni á www.karfan.is þá sér kauði einnig um að íþróttaskrif fyrir Morgunblaðið, þar sem hann lýtur ritstjórnar fyrrum forsætisráðherra Íslands.