Keflvíkingar áttu 6 landsliðsmenn um s.l. helgi
U 15 ára landslið drengja og stúlkna léku um s.l. helgi á Copenhagen Invitational sem fór fram í Farum í Danmörku. Keflvíkingar áttu 6 landsiliðsmenn í þessari ferð sem öll stóðu sig með mikilli prýði en flest voru þau að leika sína fyrstu landsleiki fyrir Íslands hönd. Það er skemmst frá því að segja bæði lið Íslands mættu öflug til leiks og höfnuðu í 2. sæti á mótinu. Lesa má ítarlega umfjöllun um leikina á www.kki.is .
Landliðsmenn Keflavíkur á Copenhagen Invitational, taldir frá hægri:
Sara Rún Hinriksdóttir, Sandra Lind Þrastardóttir, Aron Freyr Kristjánsson, Thelma Hrund Tryggvadóttir, Katrín Fríða Jóhannsdóttir og Ingunn Embla Kristínardóttir.
Ingunn Embla var síðan valin í úrvalslið mótsins í mótslok.