Keflvíkingar bestu þriggja-stiga skyttur landsins
Keflvíkingar hafa verið þekktir fyrir að eiga bestu skyttur landsins og að sjálfsögðu vann okkar fólk þriggja-stiga keppnina í stjörnuleiknum sem fram fór á laugardaginn.
Guðjón Skúlasson sýndi það að hann hefur engu gleymt og vann keppnina með yfirburðum. Gauji fékk 15. stig í úrslitum en hann keppti við þá Tyler Dunaway, Nemanja Sovic og Magnús Þór Gunnarsson.
Fyrir Keflavík keppti einnig Falur Harðarsson og í kvenna flokki Svava Stefánsdóttir, Kristín Blöndal, Ingibjörg Vilbergsdóttir og Björg Hafsteinsdottir
Úrslit:
Guðjón Skúlason 15 stig
Magnús Þór Gunnarsson 10 stig
Tyler Dunaway 9 stig
Nemanja Sovic 9 stig
Í hálfleik á Stjörnuleik kvenna fór fram þriggja-stiga keppni kvenna. Þar voru samankomnir einhverjar bestu skotmenn Íslands frá upphafi ásamt nokkrum upprennandi þriggja-stiga skyttum.
Keppnin var hörð og þurfti bráðabana til að skera úr um hver stæði uppi sem sigurvegari.
Af 11 keppendum fóru fimm þeirra í úrslit og þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Efemía Sigurbjörnsdóttir áttust við í bráðabana þar sem Pálína reyndist sterkari og hafði betur. Fékk hún 11 stig á meðan Efemía fékk 9.
Úrslit
Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig
Efemía Sigurbjörnsdóttir 11 stig
Slavica Dimovska 9 stig
Petrúnella Skúladóttir 9 stig
Sigrún Skarphéðinsdóttir 6 stig
Bráðabani
Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig
Efemía Sigurbjörnsdóttir 9 stig