Keflvíkingar enn taplausir - Stutt viðtal Við Magnús Þór Gunnarsson
Keflvíkingar halda áfram sigurgöngu sinni í Domino´s deild karla en þeir sigruðu Þór frá Þorlákshöfn 97-88 í TM-Höllinni í gær. Bæði lið voru taplaus fyrir leikinn og var því búist við spennandi leik. Mestan hluta leiks leit þó út fyrir öruggan heimasigur en í fjórða leikhluta virtist sem álög væru á körfu heimamanna enda vildi boltinn ekki ofan í körfuna. Gestirnir gengu á lagið og minnstur varð munurinn 3 stig þegar tæplega tvær mínútur lifðu leiks. Góðar körfur frá Þresti Leó og Darrel Lewis á þessum kafla gerðu þá út um vonir Þórsara og fimmti sigur Keflavíkur í jafnmörgum leikjum staðreynd.
Hjá Keflavík var Michael Craion í skrímslaham líkt og oft áður en hann skoraði 22 stig og tók 14 fráköst þrátt fyrir að leika aðeins um 28 mínútur vegna villuvandræðna. Darrel Lewis setti 19 og þá var Guðmundur Jónsson fyrrum félögum sínum erfiður með 17 stig og 7 fráköst. Valur Orri Valsson átti skínandi fyrrihálfleik en hann endaði leikinn með 12 stig og 5 fráköst á meðan Arnar Freyr Jónsson skoraði 8 stig og gaf 10 stoðsendingar.
Nemanja Sovic var í miklum ham í leiknum fyrir gestina og setti 30 stig og 16 fráköst en ekki verður hjá því komist að minnast á hinn stóra og stæðilega Ragnar Nathanealsson sem setti 22 fráköst, tók 16 fráköst og varði 4 skot. Unun er að fylgjast með baráttunni og eljunni sem þessi drengur sýnir og þær framfarir sem hann hefur sýnt á vellinum undanfarin fjögur ár eru hvatning fyrir alla unga körfuboltaiðkendur. Má í raun segja að þrátt fyrir að vera mótherji Keflavíkurliðsins sé Ragnar, og eigi að vera, okkar iðkendum og leikmönnum ein mesta hvatningin um að með viljann og metnaðinn að vopni er hægt að ná langt og spila helling af mínútum.
Eins og í síðustu fjórum leikjum sat Magnús Þór Gunnarsson í borgaralegum klæðum á bekknum í leiknum en hann lenti í því óláni á dögunum að handarbrotna og þurfti svo að fara í aðgerð vegna þessa. Heimasíðan heyrði í Magnúsi eftir leikinn og fékk hann til að svara nokkrum spurningum.
Já, með réttu hefði þessi leikur endað með rústi en það sem gerðist var að við festumst fyrir utan 3 stiga línuna og hittum ekki neitt. Það gerist stundum þegar maður er að spila móti svæðisvörn. Sem betur fer náðum við að klára þetta.
Já, þetta gerist mjög oft hjá okkur þegar við náum forustu. Þetta er blanda af kæruleysi, einbeytingarskorti og vanmati. Við höldum að þetta sé komið þegar við erum komnir með smá forustu og þetta er eitthvað sem við verðum að laga!!
Þetta er það ömurlegasta í heimi! Þetta er mjög erfitt og tekur virkilega á andlegu hliðina.