Keflvíkingar eru ósigraðir á toppi B-riðils
Keflavíkingar mættu í gærkvöldi sameiginlegu liði Hamars/Þórs Þorl. í toppslag B-riðils Drengjaflokks þar sem bæði liðin voru með fullt hús fyrir leikinn, sjö sigra í jafnmörgum leikjum.
Leikurinn byrjaði með látum og var jafnt á tölum eftir 1. leikhluta 20-20. Í byrjun 2. leikhluta kom flottur kafli þar sem Keflavík náði 15-0 kafla og leiddi Valur Orri það áhlaup með 10 stig og endaði liðið leikhlutann með 27-12 sigri.
Í seinni hálfleik lentu Ragnar og Hafliði fljótlega í villuvandræðum og kom þá Aron Freyr sterkur inn af bekknum og spilaði klassavörn á aðalskorara þeirra Þórsara ásamt því að setja niður 10 mikilvæg stig.
Seinni hálfleikurinn var vel spilaður bæði varnar og sóknarlega af hálfu Keflavíkinga og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið náði mest 20 stiga forskoti um miðjan 4. leikhluta en lokatölur leiksins urðu 89-75.
· Valur Orri Valsson stjórnaði leik Keflavíkur af miklu öryggi ásamt því að leiða stigaskor liðsins en hann endaði leikinn með heil 27 stig.
· Sævar Freyr kom sterkur inn af bekknum og skoraði mikilvægar körfur eða alls 16 stig.
· Hafliði meiddist í 3.ja leikhluta ásamt því að vera í villuvandræðum en lék engu að siður mjög vel fyrir liðið og setti 9 stig.
· Ragnar lék mjög vel í vörn og lét sóknarmenn heimamanna finna vel fyrir sér en var því miður í villuvandræðum allan leikinn og setti 5 stig.
· Andri Dan og Andri Þór lokuðu teignum og tóku fjöldann allann af fráköstum. Voru mjög sterkir í seinni hálfleik þar sem þeir skoruðu flest öll stiginn sín. A.D með 12 stig og A.Þ. 10
· Aron Freyr lék sinn besta leik með drengjaflokki í vetur og leysti hlutverk Ragnars vel af hólmi sem fyrr segir og skoraði 10 stig.
· Jóhann Blöndal og Atli Freyr léku ekki mikið að þessu sinni.
Í dag kom síðan í ljós að sömu lið munu mætast í fyrstu umferðinni í bikarkeppni yngri flokka og fékk Hamar/Þór heimaleikjaréttinn.
Valur Orri lék vel í gær