Fréttir

Keflvíkingar hlóðu batteríin í Bláa-Lóninu
Karfa: Karlar | 19. mars 2015

Keflvíkingar hlóðu batteríin í Bláa-Lóninu

Keflvíkingar hefja leik á morgun úrslitakeppni Domino´s deildar karla þegar þeir sækja Hauka heim í Schenker-Höllina í Hafnarfirði kl. 19.15. Undirbúningur liðsins er í fullum gangi og æfir liðið stíft. Bláa-Lónið tók þátt í þessum undirbúningi en í gær bauð Bláa-Lónið leikmönnum liðsins í lónið og í kvöldmat á LAVA restaurant. Var um kærkomna slökun að ræða fyrir komandi átök úrslitakeppninnar. Lónið svíkur auðvitað engan með sínum töframætti en ekki verður hjá því komist að minnast á matinn. Hann var í heimsklassa og var það mál manna að ekki þyrfti að setja diska drengjanna í uppþvottavél, svo vel hreinsuðu þeir af diskunum.

Meðfylgjandi mynd tók Ásgeir Elvar Garðarson, a.k.a. Mottu-Geiri, þegar hann keyrði kappana í Bláa-Lónið.