Keflvíkingar í fullu fjöri með landsliðinu
Yngrilandslið Íslands leika nú á Norðurlandamótinu í Finnlandi þar sem Keflvíkingar eiga alls 10 fulltrúa sem leikmenn og þjálfarar.
Undir 16 ára og 18 ára landslið karla og kvenna leika nú á Norðurlandamótinu sem er fyrsta landsliðsverkefni sumarsins. Mikið af efnilegum ungum leikmönnum koma úr Keflavík auk þess að Friðrik Ingi þjálfari karlaliðsins og Kristjana Jónsdóttir þjálfari yngriflokka Keflavíkur eru þjálfarar landsliðanna.
Það sem af er mótsins hafa liðin leikið 3 leiki gegn Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Leikjauppröðun og lifandi tölfræði leikjanna má sjá hér auk þess að beina útesndingu frá leikjunum má sjá hér
Við óskum landsliðum Íslands góðs gengis
Áfram Keflavík