Fréttir

Karfa: Karlar | 4. mars 2011

Keflvíkingar kjöldrógu KFÍ

Keflvíkingar fengu undir kvöld KFÍ menn í heimsókn í Toyota Höllina. Leikurinn verður þó langt í frá talinn hafa verið spennandi, en Keflvíkingar sýndu mikla yfirburði í leiknum. Lokatölur leiksins voru 123-87. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og gáfu allt í botn í seinni hálfleik. Með sigrinum stillti Keflavík sér í 3-4 sæti deildarinnar, en því sæti deila þeir með Grindavík.

Atkvæðamestur hjá Keflavík var Thomas Sanders með 23 stig og 12 fráköst. Sigurður Þorsteinsson skoraði 17 stig, Þröstur Jóhannsson og Gunnar Einarsson 16. Andrija Ciric skoraði 15 stig.