Fréttir

Körfubolti | 14. desember 2003

Keflvíkingar komnir í 8 liða úrslit Bikarkeppni KKÍ & Lýsingar

Það fór eins og marga grunaði, að Keflavík sigraði Þór á Þorlákshöfn í 16 liða úrslitum Bikarkeppninnar. Í háflleik var munurinn 19 stig, 37-56 og í lokin 21 stig, 77-98. Með þessum sigri komst Keflavík í 8 liða úrslit, en þau verða leikin eftir áramót, fimmtudaginn 8. janúar. Hin sjö liðin í fjórðungsúrslitum eru Njarðvík, Grindavík, Haukar, Snæfell, Tindastóll, Hamar og Fjölnir.

Atkvæðamestir í okkar liði í kvöld voru Magnús (24 stig) og Nick (20 stig, 15 fráköst), en einnig skoruðu drjúgt þeir Arnar (13), Derrick (12) og Sverrir Þór (10). Hjá Þór átti Leon Brisport stórleik, 37 stig og 18 fráköst. Falur og Gunnar Einarsson hvíldu í kvöld, auk Hjartar sem er enn frá vegna viðbeinsbrots.

Hér má sjá tölur úr leiknum.