Fréttir

Karfa: Karlar | 25. október 2010

Keflvíkingar lágu gegn Hamri

Keflvíkingar mættu Hamri í gær í Hveragerði, en niðurstöður leiksins voru að vonum gríðarleg vonbrigði fyrir Keflvíkinga. Svo fór að Hamar sigraði í leiknum 90-85. Þetta var þriðji tapleikur Keflavíkur í röð og sitja þeir í 9. sæti deildarinnar eins og staðan er í dag.

Hörður Axel Vilhjálmsson átti stórleik, en hann skoraði 34 stig. Á eftir honum kom Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 14 stig. Andre Dabney skoraði 28 fyrir Hamar og Ellert Arnarson 27.