Keflvíkingar lágu í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis
Keflavík tapaði fyrir grönnum sínum úr Grindavík í fyrsta leik Ljósanæturmóts Geysis í gær, 83-93. Grindavík leiddi nær allan leikinn, ef frá eru teknar fyrstu mínútur, en liðið hitti ótrúlega í fyrri hálfleik fyrir utan þriggjastigalínuna. Keflavík kom þó alltaf til baka og voru aldrei langt undan en í lokin voru það Grindíkingar sem voru sterkari. Glögg merki um breyttan leikstíl hjá Keflavík með tilkomu Andy Johnston og var rúllað hratt og mikið á mönnum. Nokkurn tíma mun þó taka að slípa liðið sem eðlilegt er enda eru einnig þrír nýjir leikmenn í liðinu.
Stigahæstir í Keflavík;
Arnar Freyr 18, Magnús Þór 14, Almar Stefán 11 og Ragnar 10
Stigahæstir í Grindavík;
Þorleifur 26, Sigurður Gunnar 22, Ármann 12 og Ólafur 10
Næstu leikir í mótinu er í kvöld þar sem Keflavík og Njarðvík mætast kl. 18.00 í úrslitaleik í kvk flokki og Grindavík og ÍR kl. 20.00 í karlaflokki.
Keflavík mætir svo ÍR í lokaleik mótsins á morgun kl. 19.15.
Mynd: Úr leik Keflavíkur og Grindavíkur í gær. Ljósmyndari var á hlaupum þegar myndin var tekin og úr varð þetta listaverk.