Keflvíkingar velja gæði, þeir velja Kjarnafæði
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur og Kjarnafæði undirrituðu á dögunum styrktarsamning sem gildir tímabilið 2013-2014. Keflvíkingar hafa ákveðið að tendra grillin fyrir alla heimaleiki liðsins í TM-Höllinni á tímabilinu, bæði í karla- og kvennaflokki, og mun styrktarsamningurinn við Kjarnafæði þýða að aðeins verður boðið upp á hágæða hamborgara frá Kjarnafæði á leikjum í vetur. Keflvíkingar bjóða því ekki aðeins upp á gæði á parketinu í vetur heldur verða gæðin svo sannarlega til staðar á grillinu með tilkomu Kjarnafæði inn í styrktaraðilaflóru félagsins.
Körfuknattleiksdeild Keflavíkur vill þakka Kjarnafæði fyrir þennan frábæra samning og bendir um leið stuðningsmönnum liðsins að velja gæði, velja Kjarnafæði!
Mynd: Falur Jóhann Harðarson, formaður KKDK, og Ólafur Már Þórisson, markaðsstjóri Kjarnafæði, handsala styrktarsamninginn á Akureyri á dögunum.