Keflvíkingarnir höfðu betur í nágrannarimmu
Keflvíkingar höfðu betur í nágrannarimmunni á Reykjanesmótinu, en leikið var í Ljónagryfjunni í gærkvöldi. Loktaölur leiksins voru 80-86.
Af karfan.is:
Spennandi leikur þar sem Keflvíkingar voru ávallt skrefinu á undan. Njarðvíkingar gerðu harða atlögu að gestum sínum á loksprettinum en Keflvíkingar stóðust áhlaupið. Elvar Friðriksson heldur áfram að heilla á undirbúningstímabilinu og gerði 11 stig í Njarðvíkurliðinu í kvöld en Travis Holmes var atkvæðamestur heimamanna. Þá var Styrmir Gauti Fjeldsted grimmur hjá grænum en í liði Keflavíkur voru Jarryd Cole og Magnús Þór Gunnarsson fremstir í flokki við stigaskorunina en Keflvíkingar léku án Arnars Freys Jónssonar í kvöld.
Staðan í Reykjanesmótinu
1. Stjarnan – 6 stig
2. Keflavík – 6 stig
3. Grindavík – 4 stig
4. Haukar – 2 stig
5. Breiðablik – 0 stig
6. Njarðvík – 0 stig
Næstu leikir í Reykjanesmótinu:
Þriðjudagur 27. september klukkan 19:15
Haukar - Breiðablik á Ásvöllum
Njarðvík - Stjarnan í Ljónagryfjunni
Keflavík - Grindavík á Sunnubraut