Fréttir

Keppnisferð 10.flokks karla til Akureyrar
Karfa: Yngri flokkar | 24. nóvember 2016

Keppnisferð 10.flokks karla til Akureyrar

 

Keppnisferð 10.flokks karla til Akureyrar

Helgina 19-20. nóvember fór A riðill 10.flokks í  Íslandsmótinu í Körfubolta fram á Akureyri.

Strákarnir unnu þrjá af fjórum leikjum og urðu í öðru sæti í riðlinum. Strákarnir sýndu að þeir eru búnir að æfa vel í haust með Einari Einars þjálfara sínum.

 

Lagt var af stað snemma á laugardagsmorgni, leiknir tveir leikir á laugardeginum. Fabrikkan heimsótt um kvöldið. Gist var í Hamarsheimilinu ásamt vinum okkar úr Njarðvík. Það snjóaði mikið aðfararnótt sunnudags svo bílstjórarnir máttu hafa sig allan við að koma liðinu á keppnisstað á sunnudagsmorgni. Síðari tveir leikirnir voru síðan leiknir á sunnudeginum.

Þór TV sýndi alla leikiina í riðlinum beint á netinu  þannig að foreldrar og ættingjar gátu fylgst vel með. Þetta er mjög skemmtileg nýjung hjá þeim og kunnum við þeim miklar þakkir fyrir.

 

Úrslit leikja voru:

Keflavík-Stjarnan 64-55

Keflavík-Þór  49-94

Keflavík-Njarðvík 84-46

Keflavík-KR 52-41

 

Kveðja
Ágúst Þór