Kesha á leið til landsins
Ákveðið hefur verið að senda Tracey Walker heim og fá góðkunningja liðsins, Keshu Watson til liðsins. Eftir frábært tímabil í fyrra það sem hún var með 27 stig í leik, ákvað hún að söðla um og leita sér að liði á meginlandinu. Sú leit hefur ekki borið árangur ásamt þeirri staðreynd að henni hefur liðið mjög vel í Keflavík síðustu árin varð til þess að hún mun leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í vetur.
Kesha kemur til landsins á næstu dögum.