Kesha leikur sinn síðasta leik á mánudag
Kesha Watson sem leikið hefur frábærlega með okkur í vetur, leikur sinn síðasta leik á mánudaginn. Kesha er með rifinn liðþófa og er það talsvert áfall fyrir hana sem og liðið enda ekki bara góður leikmaður heldur einnig góður liðsmaður, á velli sem og utan.
Í samtali við Jonna þjálfara sagði hann að þessi ákvörðun hefði verið erfið en leit af öðrum leikmanni stæði yfir.
TaKesha Watson lék 13 deildarleiki með Keflavík í vetur og gerði í þeim 23,8 stig að meðaltali í leik. Þá tók hún alls 58 fráköst og gaf 79 stoðsendingar og stal 62 boltum.