KKDK og Landsbankinn endurnýja samning
Í Landsbankanum var í dag endurnýjaður samningur á milli KKDK og Landsbankans. Samningurinn felur í sér að Landsbankinn verður áfram aðalstyrkaraðili körfunar í Keflavík eins og undanfarin ár.
Samstarf okkar við bankann hefur verið ákaflega farsælt og á bankinn stóran þátt í velgegni liðsins. Líklegt er að yngri leikmenn liðsins muni vart eftir öðru merki á búningum liðsins enda fer merkið afar vel á þeim og litirnir þeir sömu.
Við erum afar þakklát fyrir stuðning Landsbankans. Það er gífurlega mikilvægt að eiga gott samstarf við bakhjarla sína. Samstarfið við Landsbankans stendur á traustum grunni enda hefur bankinn staðið við bakið á okkur um margra ára skeið. Við hvetjum félagsmenn okkar og stuðningsmenn að láta bankann njóta þess,” segir Birgir Már Bragason, formaður Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.
,,Samstarf Landsbankans í Keflavík og körfuknattleiksdeildarinnar hefur staðið hátt á annan áratug, báðum aðilum til ánægju og heilla,” segir Almar Þór Sveinsson, útibússtjóri Landsbankans í Keflavík. ,,Það er Landsbankanum mikið ánægjuefni að hafa nú endurnýjað samninginn við körfuna í Keflavík og að vera aðalstyrktaraðili deildarinnar til ársins 2011.”
Magrét Kara Sturludóttir, Berglind Hauksdóttir, Almar Sveinsson útibústjóri,
Birgir Már Bragasson formaður KKDK, Brynjar Hólm Sigurðsson varaformaður
og Jón Norðdal Hafsteinsson við undirskriftina i dag.
Bikarinn sem Kara heldur á er bikarinn sem stelpurnar unnu á laugardaginn.